Leitarvélabestun á erlendum mörkuðum skoðuð

Leitarvélabestun erlendisLeitarvélabestun á erlendum mörkuðum getur skilað íslenskum fyrirtækjum miklum hagnaði þegar rétt er staðið að hlutunum. Það er staðreynd að fjöldi þeirra sem nota leitarvélar erlendis er margfaldur á við þá sem nota leitarvélar á Íslandi.

Það að ná árangri í erlendum leitarvélum getur því skilað fyrirtækjum viðskiptatækifærum sem eru hreinlega ekki í boði á mörkuðum hérlendis.

Íslensk fyrirtæki ættu því að skoða vandlega hvort það sé markaður erlendis sem þeirra vörur eða þjónusta eiga erindi inná.

Markaðsrannsókn

Er markaður fyrir vöruna/þjónustuna?

Til þess að komast að því hvort það sé vænlegt að setja upp heimasíðu og leitarvélabesta hana fyrir erlenda markaði þarf fyrst að framkvæma markaðsrannsókn.

Meðal þeirra spurninga sem við þurfum að svara er:

 • Eru mögulegir viðskiptavinir að leita eftir vöru eða þjónustu á netinu?

 • Hversu margar heimsóknir getur heima síða fengið nái hún efsta sæti í Google fyrir gefið lykilorð?

 • Hvaða lykilorð (e. keywords) eru mögulegir viðskiptavinir að nota þegar þeir leita á netinu?

 • Eru þeir að kaupa þær vörur/þjónustu sem í boði er?

 • Eru mörg virk spjallborð, með marga notendur, sem snúa að þessari vöru/þjónustu?

 • Eru margar netverslanir að selja vöruna/þjónustuna?

 • Er mikið rætt um viðkomandi vöru, þjónustu eða það vandamál sem hún leysir á samfélagsmiðlum?

Það sem svörin við þessum spurningum gefur okkur er ákveðna mynd af því hvernig markaðurinn lítur út, hvaða leitarorð eru vinsæl, hvaða leitarorð “selja” og almennt hvernig best er að byggja nýja heimasíðu upp efnislega.

Þá fáum við ákveðna hugmyndir um hvernig samkeppnin er á þessum markaði, og hvort það sé almennt markaður fyrir hendi sem vert er að fara inná. Til dæmis, ef margar netverslanir eru fyrir á markaði bendir það til þess að það sé mikil samkeppni, en jafnframt að um sé að ræða markað þar sem vörur eru að seljast.

Fjöldi spjallborða og þær umræður sem þar er að finna gefur yfirleitt góða mynd af því hvort það sé eftirspurn eftir vöru eða þjónustu.

Að lokum gefa þessar upplýsingar okkur fljóta mynd af virði þess að ná efsta sætinu í Google fyrir ákveðið lykilorð. Ef 10.000 manns leita að lykilorði og meðal tilboð í smelli af borguðum auglýsingum eru tveir dollarar má draga þá ályktun að virði umferðarinnar sé:

0,30*10.000 = 3.000*2 = 6.000 dollarar

Ef við náum fyrsta sæti í Google fyrir þessa leit má reikna með að síðan fái 30% af umferðinni (sjá grein um leitarvélabestun) og fyrirtæki á þessum markaði eru tilbúin að greiða 2 dollara fyrir hverja heimsókn, sem gefur okkur að lágmarksvirði umferðar sé 6.000 dollarar mánaðarlega fyrir það fyrirtæki. Auðvitað velta þessar tölur á því hvað verið er að selja, hver hagnaðurinn er af hverri sölu og hversu margir kaupa vöruna af þeim 3.000 sem heimsækja síðuna.

Samkeppni á markaði

Þegar búið að leggja drög að því hvernig markaðurinn lítur út, hversu margir eru að leita eftir upplýsingum um viðfangsefnið og hvort mögulegir viðskiptavinir séu að kaupa þær vörur sem í boði er þarf að skoða samkeppni.

 • Þegar samkeppni í leitarvél er skoðuð eru margir þættir sem þarf að hafa í huga:

 • Hvað eru margar síður í Google sem fjalla um efnið?

 • Hversu sterkar eru þær síður sem eru á fremstu síðu í leitarvél?

  • Aldur

  • Stærð þeirra síðna

  • Hversu margir hlekkir benda á síðuna og hversu sterkir eru þeir hlekkir

 • Hversu vel síðan er skipulögð fyrir leitarvélar

Þegar þessi þættir hafa verið skoðaðir fer myndin að skýrast fyrir það hvernig markaðurinn lítur út með tilliti til þess hvort það sé væntlegt að sækja inná hann. Við vitum einnig hver mögulegur kostnaður er og hvað það mun taka langan tíma að komast á fremstu síðu fyrir þau lykilorð sem sósts er eftir.

Það er vert að athuga það strax að leitarvélabestun kostar töluverða fjármuni þegar sótt er á erlenda markaði, þó sérstaklega þegar sótt er inná markaði þar sem samkeppni er mjög mikil og því mikilvægt að kynna sér allar hliðar markaðarins mjög vel áður en haldið er úti mikinn kostnað.

Vönduð markaðsrannsókn er því grundvallaratriði áður en farið er af stað með heimasíðu sem ætlað er að ná árangri í leitarvélum á erlendum mörkuðum.

Árangur í slíkum mörkuðum ætti þó að borga sig margfalt til baka þar sem gríðarlegur fjöldi  mögulegra viðskiptavina eru á slíkum mörkuðum.