Þjónusta

Vefsíðugerð

Tveir Fuglar bjóða uppá heildarlausnir þegar kemur að vefsíðugerð. Hvort sem þú ert að leita eftir heimasíðu til að selja vöru og þjónustu eða til þess að koma þínu fyrirtæki á framfæri þá höfum við lausnina fyrir þig.

Okkar markmið er að gera vefsíður sem skara framúr þegar kemur að því að markaðssetja á netinu, vefsíður sem hjálpa fyrirtækjum að ná árangri.

Leitarvélabestun

Leitarvélabestun er frábær lausn fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri á netinu og við erum sérfræðingar í leitarvélabestun. Tveir Fuglar eru snillingar í því að koma vefsíðum hærra upp leitarvélarnar, sem skilar þér fleiri viðskiptavinum.

Þú getur lesið meira um hvaða aðferðir við beytum í þessari grein um leitarvélabestun.

Vefgreining

Fyrsta skrefið í markaðssetning á netinu er skilvirk og góð vefgreining. Það að safna grunnupplýsingum áður en farið er að stað kemur í veg fyrir mistök og gerir allt ferlið skilvirkara.

Þannig vitum við nákvæmlega hvað þarf að gera, hvenær og hvernig.

 

Vefauglýsingar
Til þess að standa útúr og vera áberandi þá er nauðsynlegt að auglýsa sjálfan sig og við þekkjum það. Við setjum upp herferðir sem skila góðum árangri fyrir viðskiptavini okkar.

Þetta er fljót leið til þess að fá aukin viðskipti strax í dag!

 

Samfélagsmiðlar
Við elskum samfélagsmiðla, það er bæði ódýr og góð leið til þess að ná til viðskiptavina. Við setjum upp, höldum utan um og vöktum alla samfélagsmiðla því okkur finnst það gaman.

 

Markpóstar
Ertu með póstlista en ekki nógu duglegur að senda út markpósta. Við getum bjargað því. Þetta er góð leið til að koma á framfæri vörum og tilboðum til viðskiptavina og við getum aðstoðað við allt tengt markpóstum.