Tíu góðar ástæður fyrir því að velja WordPress vefumsjónarkerfið

Wordpress vefumsjónarkerfiÞegar kemur að því að velja vefumsjónarkerfi eru margir sem horfa framhjá WordPress og velja frekar sérhönnuð kerfi sem eru mjög dýr, allvega hér á Íslandi. Flestir tengja WordPress við það að blogga en með mikilli framþróun undanfarin ár er hægt að búa til nýja heimasíðu fyrir fyrirtæki sem líta mjög fagmanlega út og eru „statískar“ eða  kyrrstæðar – eins og forsíðan á þessari síðu.

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að nota WordPress en hér eru 10 ástæður fyrir því að lítil fyrirtæki ættu að velja WordPress vefumsjónarkerfið.

  1. WordPress er frítt „opensource“ vefumsjónarkerfi sem fær reglulegar uppfærslur sem auðvelt er að innleiða sjálfkrafa eða með því að ýta á einn hnapp. Þá eru margar viðbætur sem þú getur tengt við kerfið sem auðvelda virkni heimasíðunnar, t.d. leitarvélabestun, vefgreiningu og margt útlitslegt. Auk þess hefur vefumsjónarkerfið verið íslenskað þannig að  þó þú kunnir ekki ekki ensku getur þú notað það án vandkvæða.
  2. Það er mjög auðvelt að vinna með WordPress, s.s. setja inn myndir, nýjar síður eða breyta texta. Það eru mörg fyrirtæki sem lenda í því að kaupa sér dýr vefumsjónarkerfi sem erfitt er að læra á og getur því kostað mikið til lengri tíma að þurfa fá sérfræðinga í einföld verkefni á borð við það að hlaða inn myndum.
  3. WordPress er góður kostur þegar kemur að leitarvélabestun. Kerfið er vel skrifað og nýtur því trausts hjá Google. Þú getur einnig stjórnað því hvernig vefslóðin lítur út (statísk frekar en dínamísk) auk þess sem fjölmargar viðbætur eru fáanlegar sem auðvelda þér leitarvélabestun til muna.
  4. Það er gríðarlegt úrval af sniðmáti sem hægt er að velja um án þess að þurfa borga vefhönnuði sérstaklega háar upphæðir. Þá er mikið val um liti, letur, fjöldi dálka og margt fleira.
  5. Þeir sem hanna sniðmát fyrir WordPress hugsa flestir um að hafa sína hönnun skalanlega og HTML5 og henta því einstaklega vel fyrir öll snjalltæki. Þú þarft því ekki að greiða það háu verði að láta sérsníða fyrir þig vefi sem eru snjalltækja vænir.
  6. Það er auðvelt að setja WordPress upp en flest hýsingarfyrirtæki bjóða uppá uppsettningu með einum takka smelli.
  7. Vegna fjölda þeirra sem taka þátt í þessu verkefni er stuðningurinn mikill. Ef þú lendir í vandræðum með eitthvað ættir þú að geta fundið lausnir auðveldlega. Það er spjallborð á WordPress.org auk þess að Googla vandamálið ætti að hjálpa þér. Með því að velja WordPress verður þú hluti af þessum hópi og getur tekið virkan þátt í umræðunni.
  8. Það er mjög auðvelt að tengja WordPress samfélagsmiðlum með mikið úrval af viðbótum sem gera það auðvelt fyrir þína gesti að tengjast þér á Facebook, Twitter eða hvar sem þú heldur þig á samfélagsmiðlunum.
  9. Hvort sem þú ert að setja upp verslun með fáum vörum eða blogg þá hentar WordPress mjög vel. Það er auðvelt að halda utan um bæði vörur og greinar með WordPress.
  10. TveirFuglar.com notar WordPress vefumsjónarkerfið. Þessi síða er HTML5 og hún er skalanleg. Það er einnig mjög auðvelt að nota öll þau tæki sem við viljum til að greina umferð eða tengjast þeim samfélagsmiðlum sem við viljum. Ef þú vilt setja upp flotta síðu og nota WordPress getum við hjálpað þér.

Ef þú vilt nota vefumsjónarkerfi sem er frítt og auðvelt er að nota. Kerfi sem er uppfært reglulega og lætur þína síðu líta vel út þá ættir þú að velja WordPress.