Vefgreining

Hvað er vefgreining og hvernig getur slík greining hjálpað fyrirtækjum við að ná betri árangri í markaðssetningu á netinu?

Svarið við þeirri spurningu er ekki einfallt en við munum reyna að skýra það hér í þessari grein.

1. Þekkir þú markaðinn sem ert að sækja inná?

Grundvallar spurning sem allt of mörg fyrirtæki svara neitandi. Mörg íslensk fyrirtæki hafa ekki neina stefnu í sinni markaðssetningu á netinu en ákveða að það sé mikilvægt að stunda samfélagsmiðla, leitarvélabesta og kaupa auglýsingar af Google – án þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig landslagið á þeim markaði lítur út.

Hversu margir leita í Google að tengdum lykilorðum? Þessari spurningu er mikilvægt að svara áður en peningum og tíma er eytt til þess að komasta að því að í raun sé ekki mikil umferð í boði í leitarvél.

2. Er vefsíðan þín almennilega sett upp?

Til þess að standa vel í leitarvélum er mikilvægt að greina innri-þætti heimasíðunnar og sjá til þess að þeir séu í lagi til þess að auka líkurnar á árangri í Google.

3. Hversu marga hlekki er síðan þín að fá frá öðrum vefsíðum?

Þetta er mikilvægasta atriðið þegar kemur að leitarvélabestun. Ef síðan þín hefur enga hlekki er líklegt að hún endi neðarlega í leitarvélunum.

4. Veistu hvað þeir gestir sem þú ert nú þegar með gera á síðunni þinni?

Oft má auka verðmætasköpun vefsíðu með nokkrum einföldum breytingum. Það er mikilvægt að vita hvaðan umferðin kemur inná síðuna þína og hvað hún gerir þegar hún kemur til þín. Með góðum  vefgreiningartækjum er það lítill vandi að komast að því hvernig megi hámarka tekjurnar af núverandi umferð.